Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sögugöngur í Garðabæ

29.04.2013
Sögugöngur í GarðabæFjölskylduganga á Álftanesi laugardaginn 11. maí. Mæting í bókasafninu í Álftanesskóla
kl. 11 (sjá leiðarlýsingu) Gengið verður frá bókasafninu að Jörva þar sem María B. Sveinsdóttir ábúandi tekur á móti hópnum og leiðir göngu um svæðið kringum Jörva og Skansinn. María er mjög vel kunnug þessu svæði og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja. Gangan tekur u.þ.b. klukkustund og eftir hana verður boðið upp hressingu í bókasafninu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson leiðir kvöldgöngu á Álftanesi þriðjudaginn 14. maí. Mæting í Bókasafninu í Álftanesskóla kl. 20. Gengið verður frá bókasafninu meðfram ,,Bökkunum" þar sem sjósókn á smærri bátum hefur verið stunduð frá landnámi til okkar daga. Þaðan liggur leiðin að Sviðholti, sem á sér merka sögu, en þar var m.a.seinasta kúabúið á Álftanesi. Komið verður við á Bessastaðagranda þar sem rifjuð verða upp kynni Álftnesinga af sjóræningjum og álfum og sagt frá Bessastaðaskóla og kennurunum þar.
Kaffi í boði bókasafnsins eftir gönguna.

Hvar er Bókasafn Álftaness?
Bókasafnið er staðsett í Álftanesskóla v /Eyvindarstaðaveg. Ekið er eftir Álftanesvegi í gegnum hringtorg við Bessastaðaafleggja. Þaðan er ekið út úr hringtorginu eftir Norðurnesvegi og síðan beygt til vinstri inn Eyvindarstaðaveg. Eyvindarstaðavegur er lokuð gata. Við enda hennar er stendur Álftanesskóli og þar er inngangur í bókasafnið.
Til baka
English
Hafðu samband