Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Safnanótt 2014

06.02.2014
Safnanótt 2014Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7, opið hús kl. 19:00—24:00

Kl. 19:00 Fólk og umhverfi - ljósmyndasýning
Safn ljósmynda í eigu Bókasafnsins, Garðabæjar og Garðbæinga. Gestum gefst tækifæri til að aðstoða við að miðla upplýsingum um fólk og staði á myndunum.

Kl. 19:30 Leikið af fingrum fram
Leikspuni fyrir alla fjölskylduna. Nemendur af leiklistarbraut Fjölbrautaskóla Garðabæjar verða með skemmtilegan leikspuna fyrir fólk á öllum aldri.

Kl. 21:00 Ljúfir tónar bæjarlistamanns Garðabæjar og kórkvenna
Ingibjörg Guðjónsdóttir bæjarlistamaður og Kvennakór Garðabæjar flytja nokkur vel valin lög fyrir gesti og gangandi.

Bókasafn Garðabæjar útibú í Álftanesskóla v/ Eyvindarstaðaveg,
opið hús kl. 19:00-24:00

Kl. 19:30 Tónlistaratriði nemenda í Tónlistarskóla Garðabæjar.
Samspilshópur nemenda í Tónlistarskóla Garðabæjar flytur nokkur lög fyrir gesti og gangandi.

Kl. 21:00 Leikið af fingrum fram
Leikspuni fyrir alla fjölskylduna. Nemendur af leiklistarbraut Fjölbrautaskóla Garðabæjar verða með skemmtilegan leikspuna fyrir fólk á öllum aldri.

Til baka
English
Hafðu samband