Gengið um söguslóðir Tónlistarskólans í Garðabæ
19.05.2014

Í Flataskóla var skólasöngur skólans sunginn en hann er eftir Guðmund Norðdahl og var mikið notaður hér áður fyrr. Í Hæðarbyggð tóku fagrir túbutónar á móti gestum og gangandi en þar voru á ferð nemendur Tónlistarskólans. Síðasti áfangastaður sögugöngunnar var Kirkjulundur sem hýsir Tónlistarskóla Garðabæjar. Þar var stutt dagskrá í anddyri skólans og boðið upp á létta hressingu og örtónleika. Litið var inn á æfingu hjá Kvennakór Garðabæjar sem söng þrjú lög og endað á æfingu strengjasveitar skólans sem flutti, ásamt einleikara, 1. þáttinn í gítarkonsert Vivaldi.
Fleiri myndir úr sögugöngunni er hægt að sjá á skemmtilegri fésbókarsíðu bókasafnsins.
Til baka