Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2015
19.02.2015

Þeir Þorsteinn frá Hamri og Jón Kalman Stefánsson voru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Þorsteinn fyrir ljóðabókina Skessukatlar og Jón Kalman fyrir bókina Fiskarnir hafa enga fætur.
Dómnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs útnefnir verðlaunahafann og tilkynnt verður um úrslit við hátíðlega athöfn í Reykjavík þann 27. október. Í verðlaun eru 350 þúsund danskar krónur.