Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ævisögur og –þættir kvenna í bókum útgefnum á árabilinu 1970-2000

28.05.2015

Þema vikunnar í Bókasafni Garðabæjar tímabilið 28.5 – 17.6 2015 er á svipuðum nótum og á síðasta tímabili, en núna hljóðar það upp á „Ævisögur og –þættir kvenna í bókum útgefnum á árabilinu 1970-2000“, og flestallir bókatitlar um téð þemaefni eru fáanlegir til útláns í BGb. Hér er farið til baka en vel hægt að merkja að útgáfa þessarar bókmenntategundar, það er ævisögur kvenna, hefur heldur betur aukist eftir því sem tímans elfur hefur streymt fram. Á tímabilinu 1920 til 1970 er lengstum afar dauft yfir útgáfu á ævisögum kvenna en þó tekur að rofa þar til á árunum eftir 1960, og sú framþróun sem kom í útgáfuna þá hefur allt frá því verið á góðu róli þótt alltaf megi gera betur. 

Hér fyrir neðan en sýnishorn af þeim bókum sem falla undir þema vikunnar.

                     

Til baka
English
Hafðu samband