Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Úrslitin ljós í Bókaverðlaunum barnanna!

02.06.2015
Úrslitin ljós í Bókaverðlaunum barnanna!Nú eru úrslitin ljós í Bókaverðlaunum barnanna 2015 í Garðabænum. Fimm efstu bækurnar voru Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar Helgason, Dagbók Kidda klaufa 6 eftir Jeff Kinney, Leyndarmál Lindu eftir Rachel Renée Russell, Rottuborgari eftir David Walliams og Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson. Góð þátttaka var í flestum skólum bæjarins og augljóst að börnin í bænum eru áhugasöm um nýjar bækur og eru mjög dugleg að lesa! Sem þakklæti fyrir þátttökuna fengu 4 heppin börn bók að gjöf, en það voru Össur Anton og Natan Ivik Aguilar úr Hofsstaðaskóla, Ásgerður Sara Hálfdánardóttir úr Sjálandsskóla og Arna Guðjónsdóttir úr Flataskóla.
Til baka
English
Hafðu samband