Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafnsdagurinn 8. september haldinn hátíðlegur

04.09.2015
Bókasafnsdagurinn 8. september haldinn hátíðlegur"Bókasafnsdagurinn 2015: Lestur er bestur - fyrir alla" verður haldinn hátíðlegur á mörgum söfnum vítt og breitt um landið. Markmið dagsins er tvíþætt, annars vegar að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og hinsvegar að vera dagur starfsmanna safnanna.
Af því tilefni bjóðum við lánþegum okkar uppá vöfflukaffi bæði í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi og í Álftanessafni. Vöfflukaffið mun standa yfir milli kl. 15 og 17 í Bókasafni Garðabæjar Garðatorgi og milli kl. 16 og 18 í Álftanessafni. Einnig verður efnt til kosninga um uppáhalds íslenska skáldkonu.
Til baka
English
Hafðu samband