Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bréf frá bókasafninu til tveggja ára barna

07.09.2015
Bréf frá bókasafninu til tveggja ára barnaÁ næstu dögum mun öllum börnum fæddum 2013 berast bréf þar sem þeim er boðið að koma annaðhvort í Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi eða í Álftanessafn og sækja gjöf sem er poki, bók og bókamerki ásamt ýmsu fræðandi efni fyrir foreldra um mikilvægi lesturs.
Tilgangur gjafarinnar er lestrarhvetjandi verkefni í víðum skilningi en þá gefst yngstu kynslóðinni og fjölskyldum þeirra kostur á að kynnast almenningsbókasöfnum Garðabæjar nánar og stofna eigið skírteini.
Til baka
English
Hafðu samband