Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fimm þúsund grunnskólabörn fá bók að gjöf

09.09.2015
Fimm þúsund grunnskólabörn fá bók að gjöf

Í gær var dagur læsis haldinn hátíðlegur en þá fengu öll 6 ára börn bréf frá félagasamtökunum Ibby á Íslandi þar sem þeim er boðið að þiggja bók að gjöf sem gefin er út af samtökunum. Bókin er úrval úr íslenskum barnabókum sem er sagnasjóður íslenskrar barnamenningar og heitir "Nesti og nýjir skór". Í henni eru ljóð, sögur og myndir sem íslenskir krakkar hafa lesið árum og áratugum saman.

Tilgangur gjafarinnar er að kynna yngstu kynslóðina fyrir barnamenningararfinum í von um að hann verði þeim gott veganesti á lestrarferðalagi lífsins. Bókin vex með börnunum – til að byrja með er hún upplagt viðfangsefni í sögustundir fjölskyldunnar en þegar fram líða stundin geta börnin lesið hana með sjálfum sér. Með því að beina börnunum og fjölskyldum þeirra á bókasöfnin að sækja gjöfina munu nýjar fjölskyldur kynnast söfnunum.

Ritstjórar eru Sólveig Ebba Ólafsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir fyrir hönd IBBY á Íslandi og Sigþrúður Gunnarsdóttir fyrir hönd Forlagsins.

Til baka
English
Hafðu samband