Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birgitta Haukdal les upp úr bókum sínum laugardaginn 3. október kl. 11:30

30.09.2015
Birgitta Haukdal les upp úr bókum sínum laugardaginn 3. október kl. 11:30Við hefjum vetraropnun á laugardögum með því að Birgitta Haukdal les upp úr bókum sínum fyrir börnin. Lestrarstundin hefst kl. 11:30 laugardaginn 3. október.
Birgitta sem er flestum okkar kunnug gaf út tvær bækur í haust; Lára fer í flugvél og Lára lærir að hjóla.

Að venju verður sögustund fyrir börn frá 2-7 ára alla laugardaga í vetur frá klukkan 11:30 hér á Bókasafni Garðabæjar. Eldri börn eru að sjálfsögðu velkomin að kúra sig með okkur og hlusta eða velja sér bók til að lesa sjálf. Markmiðið er að fjölskyldan geti átt rólega og notalega stund í bókasafninu.

Verið velkomin!

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband