Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrekkjavökulistasmiðja laugardaginn 31/10 á Degi myndlistar klukkan 11:30.

24.10.2015
Hrekkjavökulistasmiðja laugardaginn 31/10 á Degi myndlistar klukkan 11:30.

Hrekkjavökulistasmiðja laugardaginn 31/10 á Degi myndlistar klukkan 11:30.

Í listasmiðju haustsins verður að þessu sinni boðið uppá Hrekkjavökuþema. Þátttakendum gefst kostur á að skera út grasker og búa til graskerslukt. Leiðbeinandi verður Helga Sif Guðmundsdóttir myndlistarmaður. Efni sem þarf að taka með er grasker og beittur hnífur. Vakin er athygli á því að foreldrar komi með börnum sínum. Hámarksfjöldi er 10 börn og verður að tilkynna þátttöku fyrir föstudaginn 30. október á netfangið helgasif@gmail.com eða í síma 5258550.

Smá fróðleikur um hrekkjavökuna (heimildir teknar af Vísindavefnum):

 

Hrekkjavakan er alþekkt gleðskapar- og vættahátíð á Bretlandseyjum, í Bandaríkjunum og víðar þar sem menningaráhrifa þaðan gætir. Hún nefnist á enskri tungu Halloween, sem er stytting á nafninu All Hallows’ Evening, eða „allra heilagra kvöld“, og er haldin kvöldið 31. október,  vakan fyrir Allraheilagramessu, sem var ein af helgustu hátíðum íslensku kirkjunnar.  Hrekkjavakan markar upphaf vetrar, þegar kuldinn og myrkrið tóku við, jörðin sofnaði og dauðinn ríkti, og hefur þróast út frá hátíðum sem víða til forna voru haldnar við vetrarbyrjun í lok október. Vetrarbyrjun var tími mikilla umskipta og gátu þá  menn jafnvel skynjað handanheima, séð drauga og álfa og spáð í framtíðina. Á vetrarhátíðinni í norðurhluta Skotlands og á Írlandi sem nefndist hátíð hinna dauðu, var brennandi kertum komið fyrir í útskornum næpum, kveikt var í bálköstum og unglingar og fullorðnir gengu á milli húsa klæddir grímubúningum og gerðu einhverjum grikk.  Halloween hátíðin fluttist til Ameríku með búflutningum Íra og Skota á 19. öld. Þar tóku grasker við af næpunum, en þau voru mun stærri og auðveldari að skera út, og urðu þau táknmynd Hrekkjavökunnar. Vetrarhátíðin á Íslandi lagðist smám saman af með kristnitökunni en í dag er nokkuð algengt að Norðurlandabúar haldi upp á hrekkjavöku að bandarískum sið. Hún er þó fyrst og fremst hátíð ungs fólks sem heldur ýmiss konar búningapartý og grímuböll, þar sem húsin eru skreytt hátt og lágt með graskerjum og öðru dulúðugu skrauti, en ekki er algengt að grímuklædd börn gangi um og betli nammi enda er hefð fyrir slíku hér á öskudag.  

 


 

 

Til baka
English
Hafðu samband