Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölskyldustemning á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi í desember

30.11.2015
Fjölskyldustemning á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi í desember

Viðburðir á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi í desember.

Það verður fjölskyldustemning á bókasafninu í desember. Fullt af nýjum bókum fyrir alla. Jólaföndur á borðum á laugardögum. Laugardaginn 5. desember verður safnið opið til klukkan 16:00 vegna jóladagskráar á Garðatorgi. Tendrað á jólatrénu klukkan 16:00.

Allir velkomnir á viðburði bókasafnsins á meðan húsrúm leyfir.

Laugardagur 5. des. kl. 15:00

Jólaleikritið Hvar er Stekkjastaur í flutningi Möguleikhússins á annari hæð bókasafnsins. Sýningartími um það bil 45 mínútur fyrir börn á aldrinum 2-9 ára.

 

Laugardagur 12. des. kl. 11:30

Jólasögustund

Höfundurinn Ómar R. Valdimarsson les upp úr nýrri bók sinni um jólasveinana; 13 skrýtnir  jólasveinar.

 

Laugardagur 19.des. kl.11:30

Jólasögu- og söngstund

Þóranna Gunný Gunnarsdóttir útskrifuð af leiklistarbraut FG les jólasögu og syngur og spilar nokkur jólalög fyrir börnin. Jólaföndur í boði.
Heitt á könnunni og piparkökur
.
Til baka
English
Hafðu samband