Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafn Garðabæjar er opið næsta föstudag 5. feb. til miðnættis - Safnanótt

02.02.2016
Bókasafn Garðabæjar er opið næsta föstudag 5. feb. til miðnættis - Safnanótt

Framundan er hinn árvissi viðburður Safnanótt og verða bæði bókasöfnin í Garðabæ opin til miðnættis föstudaginn 5. febrúar. Margir viðburðir eru í boði. Bókamarkaður allt kvöldið á Garðtorgi.
Kl. 19:00 Lesið fyrir 3ja til 7 ára börn
Kl. 19:20 Ólína Þorvarðardóttir fjallar um álfa og tröll
Kl. 20:00 Hilmar Ingólfsson kynnir vinabæjamót í Finnlandi -  Norræna félagið í Garðabæ
Kl. 20:00-22:00 Hrönn Friðriksdóttir spámiðill spáir fyrir gesti – tímapantanir eftir kl. 19:00 í afgreiðslu
Kl. 20:30 Hrafn Andrés Harðarson með opna ljóðasmiðju fyrir gesti
Kl. 20:45 Ungir og efnilegir tónlistarmenn
Kl. 21:00 Agla Bríet syngur
Kl. 22:00 Rytma band spilar
Kl. 22:30 Tónlistarmennirnir Ómar Guðjónsson og Valdimar Guðmundsson
Kl. 23:10 The Simpsons á skjánum

Álftanessafn
Kl. 19:00-21:00 Origami fyrir krakka
Kl. 20:00 Agla Bríet syngur
Kl. 20:30 Ungir og efnilegir tónlistarmenn
Kl. 21:30 Spirited away á skjánum

Fimmtudaginn 4. febrúar hefur handavinnuklúbbur göngu sína. Allir velkomnir að mæta og heitt á könnunni. Gaman að bera saman bækur sínar í þessum efnum. Við byrjum á að hafa handavinnuklúbbinn fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17 á Garðatorgi og fjórða miðvikudag í mánuði kl. 19:00 á Álftanessafni.
Í febrúar er vetrarfrí grunnskólanum og þá viljum við koma til móts við fjölskyldur í bænum og hafa spil, gátur og fleira á borðum til afþreyingar. Nánar auglýst síðar.

Dagskrá Safnanætur á Bókasafni til útprentunar

Til baka
English
Hafðu samband