Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar – Lestrarhestur vikunnar 13. til 17. júní er Björk Víglundsdóttir.
21.06.2016

Við spurðum Björk nokkurra spurninga:
Hvernig fannst þér bókin? Fyndin og skemmtileg.
Var bókin spennandi? Meira fyndin.
Ætlarðu að halda áfram að lesa í sumar og skila inn miða í sumarlestur Bókasafns Garðabæjar? Já
Lestrarhestur vikunnar verður dreginn út í sumar hvern föstudag klukkan 11. Sumarlestur stendur yfir til 18. ágúst en þá verður uppskeruhátíð á bókasafninu Garðatorgi klukkan 11. Hvetjum alla krakka á grunnskólaaldri að taka þátt í Sumarlestri. Koma á bókasafnið og grípa bók.