Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar - Lestrarhestur vikunnar 20. til 24. júní er Daníela Ósk Adriansdóttir.

27.06.2016
Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar  - Lestrarhestur vikunnar 20. til 24. júní er Daníela Ósk Adriansdóttir. Daníela Ósk Adriansdóttir var dregin út í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar og er því lestrarhestur vikunnar 20. til 24. júní. Daníela las bókina Kata og vofan eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttir og fékk í verðlaun bókina Vélmennaárásin : bernskubrek Ævars vísindamanns eftir Ævar Þór Benediktsson.
Við spurðum Daníelu nokkurra spurninga:
Hvernig fannst þér bókin? Hún var skemmtileg.
Myndirðu mæla með henni við vini þína? Já, ég held það
Var bókin spennandi? Já
Viltu segja eitthvað meira um bókina? Hún var draugaleg, amman var vofan.
Ætlarðu að halda áfram að lesa í sumar og skila inn miða í sumarlestur Bókasafns Garðabæjar? Já, en ég er smá úti í útlöndum en ætla að halda áfram að lesa þar og senda bækurnar með pósti til afa.
Lestrarhestur vikunnar verður dreginn út í sumar hvern föstudag klukkan 11. Sumarlestur stendur yfir til 18. ágúst en þá verður uppskeruhátíð á bókasafninu Garðatorgi klukkan 11. Hvetjum alla krakka á grunnskólaaldri að taka þátt í Sumarlestri. Koma á bókasafnið og grípa bók.
Til baka
English
Hafðu samband