Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar - Lestrarhestur vikunnar 27. júní til 1. júlí er Hjördís Emma Arnarsdóttir

04.07.2016
Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar  - Lestrarhestur vikunnar 27. júní til 1. júlí er Hjördís Emma ArnarsdóttirHjördís Emma Arnarsdóttir var dregin út í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar og er því lestrarhestur vikunnar 25.6 - 1.7. Hún las bókina Hulda Vala dýravinur - Týndi fjársjóðurinn og teiknaði fallega mynd á umsagnarblaðið sitt. Hún fékk í verðlaun bókina Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason. Við spurðum Hjördísi Emmu nokkurra spurninga:
Hvernig fannst þér bókin? Hún var skemmtileg. Og þegar hundurinn var að hjálpa Huldu Völu að finna týnda fjársjóðinn var hún mjög spennandi.
Myndirðu mæla með henni við vini þína? Já, það myndi ég gera.
Lastu fleiri bækur síðastliðna viku: já tvær aðrar og skilaði inn umsögn um þær líka.
Ætlarðu að halda áfram að lesa í sumar og setja umsagnarmiða í lukkukassa sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar? Já, ég ætla að halda áfram að lesa og taka þátt í allt sumar!
Við óskum Hjördísi Emmu til hamingju. Næsti lestrarhestur vikunnar verður dreginn út föstudaginn 8.júlí klukkan 11 svo endilega verið dugleg að lesa og munið að skila inn umsagnarmiða. Lesum saman í sumar.
Til baka
English
Hafðu samband