Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar - Lestrarhestur vikunnar 2. til 8. júlí er Snædís Birna Guðjónsdóttir

12.07.2016
Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar  - Lestrarhestur vikunnar 2. til 8. júlí er Snædís Birna GuðjónsdóttirSumarlestur Bókasafns Garðabæjar – Lestrarhestur vikunnar 2-8. júlí er Snædís Birna Guðjónsdóttir.
Snædís Birna var dregin út í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar og er því lestrarhestur vikunnar 2. til 8. júlí. Snædís Birna las bókina Ferðaflækjur eftir Sigrúnu Eldjárn og skreytti blaðið Umsögnin mín! með teikningu af sögupersónunum. Snædís Birna fékk í verðlaun bókina „Mamma klikk!“ eftir Gunnar Helgason.
Við spurðum Snædísi Birnu nokkurra spurninga:
Hvernig fannst þér bókin? Mér fannst hún skemmtileg.
Myndirðu mæla með henni við vini þína? Ég veit það ekki en vinkonur mínar eru líka í sumarlestrinum og ég segi þeim kannski frá bókunum sem ég les.
Viltu segja eitthvað meira um bókina? Í bókinni er fólk að fara í sveitina, þegar þau eru á leiðinni þá fara þau að veiða og það koma upp allskyns flækjur og vandamál.
Lastu fleiri bækur í síðustu viku? Já ég las fleiri bækur og skilaði umsagnarmiðum um þær.
Ætlarðu að halda áfram að lesa í sumar og skila inn miða í sumarlestur Bókasafns Garðabæjar? Já ég ætla að halda áfram að lesa í sumar og skila inn sumarlestrarmiðum.
Við óskum Snædísi Birnu til hamingju.
Lestrarhestur vikunnar verður næst dreginn út föstudaginn 15. júlí klukkan 11.

Til baka
English
Hafðu samband