Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar – Lestrarhestur vikunnar 30. júlí – 5. ágúst er Helga Grímsdóttir
11.08.2016
Helga Grímsdóttir er lestrarhestur vikunnar 30. júlí til 5. ágúst.Hún las bókina Vélmenna árásin eftir Ævar Þór Benediktson og fékk í verðlaun bókina Mamma klikk eftir Gunnar Helgason.
Hvernig fannst þér bókin? Hún var mjög skemmtileg.
Var bókin spennandi? Já, og hún var líka svolítið fyndin.
Viltu segja eitthvað meira um bókina? Nei..eiginlega ekki.
Myndirðu mæla með henni við vini þína? Já, hún er rosalega skemmtileg.
Lastu fleiri bækur síðastliðna viku? Ég er að lesa Harry Potter og viskusteinninn og ég hef líka lesið Mömmu klikk,( ég á hana nefnilega heima).
Ætlarðu að halda áfram að lesa restina af sumrinu og skila inn miða í sumarlestur Bókasafns Garðabæjar (áður en sumarhátíðin verður haldin)? Já.
Við óskum Helgu til hamingju.