Klúbbastarf á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi og Álftanessafni fer í gang
20.09.2016
Nú eru allri klúbbar Bókasafns Garðabæjar að fara í gang.Garðatorgi:
Leshringur hefst þriðjudaginn 27. september kl. 10:30 undir stjórn Rósu Þóru Magnúsdóttur verkefnastjóra bókasafnsins. Ættfræðiklúbburinn hefst þriðjudaginn 4. október undir stjórn Guðmars E. Magnússonar. Leshringur og ættfræðiklúbbur eru anna hvern þriðjudag til skiptis.
Heilahristingur er alla fimmtudaga kl. 15:00-17:00 í umsjón Rauða krossins. Allir grunnskólakrakkar eru velkomnir.
Foreldraklúbburinn er nýjung á bókasafninu. Hentar þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi. Markmiðið með foreldramorgnum er að efla félagsleg tengsl foreldra og barna þeirra í Garðabæ í umhverfi þar sem er mikið úrval af bókum um börn og uppeldi.
Einnig er handavinnuklúbbur á miðvikdögum kl. 17:00. Þar gefst áhugasömum um handavinnu að bera saman bækur sínar. Bókasafnið býður upp á úrval bóka um handavinnu.
Álftanessafn:
Heilahristingur er alla miðvikudaga kl. 15:30 til 17:00 í umsjón Rauða krossins. Allir grunnskólakrakkar eru velkomnir.
Einnig er handavinnuklúbbur þriðja miðvikudag í mánuði kl. 19:00. Þar gefst áhugasömum um handavinnu að bera saman bækur sínar. Bókasafnið býður upp á úrval bóka um handavinnu.
Leshringurinn "Lesum saman á Álftanessafni" er fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 20. Álftanessafn er opið til klukkan 21 á miðvikudögum. Allir velkomnir að vera með og þátttaka ókeypis.