Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birgitta Haukdal les fyrir börnin lau. 12/11 kl. 13 - Mið. 16/11 kór og upplestur

10.11.2016
Birgitta Haukdal les fyrir börnin lau. 12/11 kl. 13 - Mið. 16/11 kór og upplesturÞað er svo margt spennandi um að vera hjá okkur á bókasafninu Garðatorgi núna í nóvember. Laugardaginn 12.nóvember kl.13 mun Birgitta Haukdal lesa úr nýjum Lárubókum og gefa myndir og piparkökur. Á degi íslenskrar tungu 16.nóvember verður upplestur fyrir börn og fullorðna og skólakór Hofsstaðaskóla, undir stjórn Unnar Þorgeirsdóttur, mun gleðja gesti og gangandi með ljúfum söng klukkan 17:00. Hildur Sif Thorarensen les úr nýrri spennusögu sinni Einfari klukkan 18:00 og Helga Sv.Helgadóttir kynnir barnabókina Húsið á heimsenda klukkan 17:30. Myndskreytingar úr bókinni, gerðar af Katrínu Matthíasdóttur, verða til sýnis í barnadeildinni. Álfabókasýning Guðlaugs Arasonar stendur út nóvember og fimmtudagskvöldið 24.nóvember verður rithöfundakvöld þar sem höfundar lesa úr nýjum verkum sínum. Verið velkomin!
Til baka
English
Hafðu samband