Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndlistarsýning í barnadeild safnsins á Garðatorgi í nóvember– Gróska með Grósku

17.11.2016
Myndlistarsýning í barnadeild safnsins á Garðatorgi í nóvember– Gróska með Grósku

Katrín Matthíasdóttir myndlistarkona sýnir verk sín í barnadeild safnsins á Garðatorgi um þessa mundir. Þetta eru myndir sem birtast í bókinni Húsið á heimsenda eftir Helgu Sv. Helgadóttir.
Bókin sýnir íslenskan veruleika og er fyrir stráka og stelpur á öllum aldri. Blær er að klára 4. bekk þegar foreldrar hennar leigja gamalt hús á Vestfjörðum. Full tilhlökkunar leggur fjölskyldan land undir fót en ekki er allt sem sýnist.
Katrín hefur meðal annars sýnt á nokkrum sýningum hjá Grósku samstarfsaðila Bókasafns Garðabæjar.

Á mynd við frétt er höfundur bókar vinstra megin og listakona hægra megin.

Til baka
English
Hafðu samband