Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður desembermánaðar er Guðrún Hreinsdóttir - Gróska á Garðatorgi

30.11.2016
Listamaður desembermánaðar er Guðrún Hreinsdóttir - Gróska á GarðatorgiGuðrún Hreinsdóttir myndlistarkona og læknir hefur alltaf haft ríka sköpunarþörf sem brýst út í ljóðum og leirlist og nú seinni ár mest í vatnslitamyndum. Hún hefur verið athafnasöm frá 2009 en þá hélt hún sína fyrstu málverkasýningu og gaf út fyrstu ljóðabókina Skil myndskreytta með vatnslitamyndum. Hún hefur síðan þá haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og var valin fulltrúi Íslanda fyri hönd NAS (Nordisk Akvaraell Selskap) á 18. sýningu ECWS (European Confederation of Watercolour Societies – the ECWS) í Llanca á Spáni í september 2015. Hún sýndi List lækna í Tromsö 2011 og í sumar 2016 sýndi hún vatnslitaverk ásamt Björk Tryggvadóttur og Þóru Einarsdóttur í Jakobstad í Finnlandi í tengslum við vinabæjarmót Norrænafélagsins. Ljóðabókin Dútl kom út í fyrra og nú í ár hefur hún hannað silkisjöl, viskustykki og ljóðabokka eftir vatnlistamyndum sínum.
Til baka
English
Hafðu samband