Fjölskylduferð í grunnbúðir Everest, erindi á bókasafninu Garðatorgi
08.03.2017
Ganga í grunnbúðir Everest, fræðsla fimmtudaginn 16. mars kl. 17:30Guðmundur Þ. Egilsson segir frá eigin upplifun af göngu í grunnbúðir Everest fimmtudaginn 16 mars klukkan 17:30. Guðmundur segir þetta vera ævintýraferð til Nepal þar sem gengið er 65 km slóð upp í grunnbúðir Everest í 5.360 metra hæð og aðra 65 km til baka. Á leiðinni eru göngugarpar með nánast öll hæstu fjöll heims í kringum sig og þeirra á meðal það hæsta, Mt. Everest ásamt Ama Dablam, sem talið er eitt formfallegasta fjall veraldar. Guðmundur og fjölskylda gengu þessa leið á síðasta ári og mun hann segja frá för þeirra í máli og myndum. Allir velkomnir á ókeypis fræðslu. Heitt á könnunni.