Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

FIMMTUDAG 27/4 KL. 17:15 - Garðverkin og tiltekt í Garðabæ

18.04.2017
FIMMTUDAG 27/4  KL. 17:15 - Garðverkin og tiltekt í Garðabæ

Garðyrkjustjóri og garðyrkjufræðingur Garðabæjar fræða okkur um garðverkin og tiltekt fimmtudaginn 27. apríl kl. 1715 í bókasafninu Garðatorgi 7. Við hvetjum bæjarbúa og heyra í þeim og fræðast um vorverkin, hvað á að gera við garðúrgang. Hvenær hirðir Garðabær garðúrgang og fleira í þeim dúr. 

Hlutverk Garðyrkjudeildar:

  • Sér um uppbyggingu, hirðingu og viðhald opinna svæða, leiksvæða og stofnanalóða, leikskóla- og skólalóða.
  • Sér um uppbyggingu, hirðingu og viðhald sparkvalla, körfuboltavalla og hjólabrettasvæða.
  • Sér vinnuskóla fyrir verkefnum og fer með umsjón og rekstur skólagarða í Silfurtúni, sem eru starfræktir í júní og júlí.
  • Hefur umsjón með leigu garðlanda og matjurtareita til almennings, sem starfræktir eru frá maí til sept. Garðarnir eru leigðir út tættir og merktir.
  • Ráðgjöf til íbúa er veitt hvað varðar hirðingu gróðurs á lóðum (sótt 18.04.2017 af http://www.gardabaer.is/umhverfi/gardyrkjudeild/)
Til baka
English
Hafðu samband