Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hulda Hreindal Sigurðardóttir listamaður maímánaðar verður með sýningaropnun kl. 13, 6. maí.

03.05.2017
Hulda Hreindal Sigurðardóttir listamaður maímánaðar verður með sýningaropnun kl. 13, 6. maí.Hulda Hreindal Sigurðardóttir er listamaður maímánaðar á Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Grósku og opnar hún sýningu sína laugardaginn 6.maí kl.13. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti og spjall við listamanninn. Allir velkomnir.
Hulda flutti til Skotlands 1974, 14 ára gömul og fór á myndlistarbraut í Greenfaulds High School í Cumbernauld og hélt fyrstu einkasýninguna sína í bókasafni bæjarins tveimur árum síðar. Eftir útskrift hóf hún nám í listaháskóla í Dundee,og lauk þaðan BA námi í Textile design 1981 og flutti síðan til Íslands. Hélt hún þá yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum og tók þátt í samsýningum í Listmunahúsinu Lækjargötu og í Hafnarborg. Frá 2008 hefur hún verið með vinnustofu, fyrst í Dvergshúsinu í Hafnarfirði en síðan í Lyngás í Garðabæ og gerðist þá meðlimur í Grósku..
Síðustu ár hefur Hulda tekið þátt í fjölmörgum viðburðum og samsýningum, verið með einkasýningar og gjörninga og sótt fjölbreytt námskeið. Í fyrra fór hún í vinnuferð til lítils bæjar nyrst í Skotlandi sem kallast því skemmtilega nafni Gardenstown, s.s.Garðabær! Sýnir hún skissur sem hún vann í ferðinni og nokkur glerverk sem hún hefur unnið í bland við ryðgað járn.
Til baka
English
Hafðu samband