Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreyfivikan

31.05.2017
Hreyfivikan

Þema vikunnar: „heilsuefling og útivist“

Við hófum Hreyfivikuna á sögugöngu um Hraunstíginn og Wapp-kynningu. Leiðsögn og fræðsla sá Einar Skúlason um.

Þema vikunnar í Bókasafni Garðabæjar tímabilið 24.5 – 7.6 2017 er „heilsuefling og útivist“ og munum við hafa valdar bækur innan téðs þemaefnis uppstilltar í þemahillum okkar alkunnu.
Þemað að þessu sinni ætti vel að geta tengst verkefni sem einmitt fer í gang í dag, 24.5, og er kallað „Hreyfivika (Move week)“ en hún mun standa yfir frá 24.5 til 7.6 næsta mánaðar.

Um Hreyfivikuna

UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í Evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjugungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega (sótt 31.5.2017 af http://www.umfi.is/hreyfivika-umfi). 

Til baka
English
Hafðu samband