Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumar á Garðatorgi föstudaginn 9.júní – opið til klukkan 19 að venju

08.06.2017
Sumar á Garðatorgi föstudaginn 9.júní – opið til klukkan 19 að venjuSumar á Garðatorgi föstudaginn 9.júní – opið til klukkan 19 að venju.
Við gerum okkur glaðan dag föstudaginn 9. júní. Á milli klukkan 16 og 19 bjóðum við upp á götukrít á Garðatorgi 7 þar sem hver og einn getur teiknað sitt listaverk. Fólk getur komið og krítað á torgið fyrir framan safnið. Einnig er hægt að taka þátt í ratleiknum bókhönnun sem er ratleikur á milli safnanna á Garðatorgi, Bókasafns Garðabæjar og Hönnunarsafns Íslands. Við bjóðum líka upp á ratleik fyrir krakka inn á bókasafninu.  Verðlaun í boði. Dregið verður úr réttum svörum mánudaginn 12. júní klukkan 12. Allir velkomnir.
Til baka
English
Hafðu samband