Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ása Sólveig Finnsdóttir Thorlacius er lestrarhestur vikunnar í sumarlestri bókasafnsins

09.06.2017
Ása Sólveig Finnsdóttir Thorlacius er lestrarhestur vikunnar í sumarlestri bókasafnsinsÁsa Sólveig Finnsdóttir Thorlacius, 6 ára, var dregin út sem lestrarhestur vikunnar að þessu sinni og óskum við henni innilega til hamingju. Hún las bókina Kasper og Jesper og fannst hún fyndin og skemmtileg. Hún las einnig Skrímslabókina í síðustu viku og ætlar að halda áfram að vera mjög dugleg að lesa í sumar og taka þátt í sumarlestrinum. Sama er að segja um systur hennar Auði Kristu 8.ára en þær systur koma saman á bókasafnið til að velja sér lesefni og fá límmiða í lestrardagbókina sína. LESUM SAMAN Í SUMAR!
Til baka
English
Hafðu samband