Áshildur Jökla Ragnarsdóttir er lestrarhestur vikunnar.
16.06.2017
Áshildur Jökla Ragnarsdóttir, 8.ára, var dregin út sem lestrarhestur vikunnar 10.-16.júní. Hún er í Álftanesskóla og hefur mjög gaman af því að lesa. Hún las nokkrar bækur í vikunni og skilaði umsagnarblöðum fyrir þær allar í lukkukassann. Umsögnin sem var dregin út fjallaði um bókina Goðheimar 2 – Hamarsheimt. Það er teiknimyndasaga en Áshildur Jökla er hrifin af þeim og er t.d. áskrifandi að Syrpu bókunum. Henni fannst Goðheimabókin vera spennandi, skemmtileg og fyndin. Núna er hún að lesa Vondu frænkuna eftir David Walliams, sem er heilar 408 blaðsíður! Hún ætlar að vera mjög dugleg að lesa í sumar og taka áfram þátt í sumarlestrinum. Við óskum Áshildi Jöklu innilega til hamingju.