Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarhestur vikunnar 24. – 30. júní á Bókasafni Garðabæjar er Hanna Guðrún Hauksdóttir

03.07.2017
Lestrarhestur vikunnar 24. – 30. júní á Bókasafni Garðabæjar er Hanna Guðrún HauksdóttirHanna Guðrún Hauksdóttir var dregin út sem lestrarhestur vikunnar 24. – 30. júní. Hún las bókina Fólkið sem hvarf eftir Jo Salmson.
Bókin fjallar um 3 vini, Sól, Arel og Enó. Sól er með töframátt seiðfólksins, hún og vinir hennar verða að sannfæra fullorðna fólkið um að hætta við að fara í stríð.
Hanna Guðrún mælir hiklaust með bókinni og mælir með að allir lesi hana. Hanna segist lesa mikið og ætlar að halda áfram í sumarlestrinum. Hún kom á bókasafnið með vinkonu sinni, Jóhönnu, og litlu systur sinni, Steingerði. Þar fékk hún bókina Atlasinn minn: Undur veraldar í verðlaun.
Starfsfólk bókasafnsins óskar henni innilega til hamingju.

Til baka
English
Hafðu samband