Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarhestur vikunnar 8-14. júlí er Áshildur Jökla Ragnarsdóttir

14.07.2017
Lestrarhestur vikunnar 8-14. júlí er Áshildur Jökla RagnarsdóttirLestrarhestur vikunnar 8-14. júlí er Áshildur Jökla Ragnarsdóttir, 8. ára.
Áshildur las bókina Fíasól er flottust eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir. Áshildi fannst bókin vera fyndin og skemmtileg, og Fíasól bækurnar eru meðal uppáhalds bókanna hennar.
Áshildur var einnig dregin út sem lestrarhestur vikunnar 10-16. júní, svo það er ljóst að hún les mikið. Áshildur er t.d. búin með bókina Vonda frænkan eftir David Walliams, en hún er 408 blaðsíður – lengsta bók sem Áshildur hefur lesið. Henni finnst líka gaman að lesa Andrés Önd syrpur, og hún ætlar að halda áfram að vera dugleg að lesa í sumar.
Við óskum Áshildi Jöklu innilega til hamingju.
Til baka
English
Hafðu samband