Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Harry Potter á afmæli 31. júlí. Gerum okkur glaðan dag á bókasafninu

28.07.2017
Harry Potter á afmæli 31. júlí. Gerum okkur glaðan dag á bókasafninu

Flestir ættu nú að þekkja söguna um galdrastrákinn Harry Potter. Harry er fæddur 31. júlí 1980.

Hann er fremur smávaxinn með dökkt og úfið hár, græn augu og kringlótt gleraugu. Hann er með ör á enninu sem er eins og elding í laginu eftir að galdramaðurinn illi Voldemort reyndi að koma Harry og móður hans fyrir kattarnef á hrekkjavökunni 1981. Eftir þá árás stendur Harry uppi foreldralaus og er settur í fóstur hjá móðursystur Harrys sem er hið versta skass. Þegar Harry loksins verður 11 ára gamall fær hann inni í Hogwartskóla þar sem hann lærði galdra og fjölkynngi. Gryffindor verður hans heimavist og þar eignaðist hann fjöldan allan af vinum.
Sagan um Harry Potter er sögð í sjö bókum sem allar hafa verið kvikmyndaðar. Bækurnar og kvikmyndirnar eru til á Bókasafni Garðabæjar.

• Harry Potter og viskusteinninn
• Harry Potter og leyniklefinn
• Harry Potter og fanginn frá Azkaban
• Harry Potter og eldbikarinn
• Harry Potter og Fönixreglan
• Harry Potter og blendingsprinsinn
• Harry Potter og dauðadjásnin
Einnig eru til aukabækur sem nefnast:
• Fantastic Beasts And Where To Find Them
• Quidditch Through The Ages
• The Tales of Beedle the Bard

Í tilefni af afmælinu verðum við með Harry Potter þema og afmæliskaffi á bókasafninu. Við verðum meðal annars með Harry Potter þraut, og nokkrir heppnir sem leysa þrautina verða dregnir út og fá flott Harry Potter verðlaun. Við vonum til að sjá sem flesta koma og spreyta sig á þrautinni og fagna með okkur
Til baka
English
Hafðu samband