Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Katrín Helga Harðardóttir er lestrarhestur vikunnar 5.-11.ágúst

18.08.2017
Katrín Helga Harðardóttir, 7 ára, er lestrarhestur vikunnar 5.-11. ágúst. Katrín fékk í verðlaun bókina Atlasinn minn: Undur veraldar. Hún las Disney bókina Hrói Höttur. Henni fannst bókin vera mjög skemmtileg. Hún mælir því eindregið með bókinni en varar við því að nokkur orð geti verið erfið. Katrínu finnst mjög skemmtilegt að lesa og er búin að lesa mikið í sumar, hún hefur einnig skilað inn mörgum miðum í lukkukassann. Hún sagðist ætla að halda áfram að lesa, ætlar hún einnig að vera dugleg að lesa með skólanum í haust. Við óskum henni innilega til hamingju.
Til baka
English
Hafðu samband