Glitrandi litir bræddir á pappír
21.08.2017

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti og allir eru velkomnir.
Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni Grósku, samtaka myndlistarmanna í Garðabæ, og Bókasafns Garðabæjar.
Rúna er í stjórn Grósku, samtökum myndlistarmanna í Garðabæ og starfar jafnhliða við listir og fræði. Hún á að baki sjö ára nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík en er auk þess með B.A.-próf í íslensku og M.A.-nám í norrænni trú frá Háskóla Íslands.
Rúna hefur sýnt víða hér heima en þó meira erlendis og þá einkum í Danmörku. Hún er auk þess rithöfundur sem hefur sent frá sér ljóðabækur, barnabækur og fræðibækur. Innan fræðageirans hefur Rúna unnið á ýmsum söfnum og var lengst af á Þjóðminjasafni Íslands og Þjóðskjalasafni Íslands. Nú er hún safnvörður í Króki í Garðahverfi í Garðabæ og skrifstofustjóri Sögufélags.