Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kjartan Páll Pálsson er lestrarhestur vikunnar 19.-25.ágúst

31.08.2017
Kjartan Páll Pálsson, 8.ára nemandi í Flataskóla, er lestrarhestur vikunnar 19.-25.ágúst í Sumarlestri bókasafnsins. Hann les mjög mikið og hefur skilað mörgum umsagnarmiðum í lukkukassann í sumar. Umsögnin hans sem var dregin út fjallaði um Disney bókina Konung ljónanna og fannst honum sagan vera skemmtileg, falleg en líka svolítið sorgleg.
Bækurnar um Pappírspésa eru í miklu uppáhaldi hjá Kjartani Páli og las hann þær allar með ömmu sinni í sumar. Hann og amma hans gerðu nefnilega samning í vor um að hann kæmi til hennar og læsi á hverjum degi í sumar. Þessa gæðastund kölluðu þau ömmuskóla en þá lásu þau saman, spiluðu, skrifuðu, reiknuðu, spjölluðu, fengu sér hressingu og höfðu gaman.
Þessi skemmtilega stund var virkileg lestrarhvatning fyrir Kjartan Pál og eitthvað sem hann hlakkaði til á hverjum degi. Enda segir hann að sér hafi farið heilmikið fram í lestrinum í sumar og ætli að halda áfram að vera svona duglegur að lesa í vetur. Við óskum honum innilega til hamingju!
Til baka
English
Hafðu samband