Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreyfing og vellíðan mæðra og ungbarna í foreldrafræðslu á foreldramorgni fimmtudaginn 28.sept. kl.10

21.09.2017
Hreyfing og vellíðan mæðra og ungbarna í foreldrafræðslu á foreldramorgni fimmtudaginn 28.sept. kl.10

Foreldrafræðsla á Bókasafni Garðabæjar fimmtudaginn 28. september kl. 10

Erindið: hreyfing og vellíðan mæðra og ungbarna.

Birna Guðmundsdóttir íþróttafræðingur og ungbarnasundkennari mætir á foreldrafræðslu í Bókasafni Garðabæjar fimmtudaginn 28. september kl.10. Hún mun fjalla um hreyfingu og vellíðan mæðra og ungbarna og kynna ungbarnasund. Fræðsla um einfalda og góða hreyfingu mæðra í fæðingarorlofi. Hvernig hægt er að nota daglegar athafnir til að styrkja sig og halda sér í formi. Einnig fróðlegt fyrir feður, afa og ömmur.
Foreldraspjall fer fram á Bókasafni Garðabæjar Garðatorgi á fimmtudögum kl. 10 yfir vetrartímann. Það er boðið upp á fræðslu sem þessa nokkrum sinnum yfir veturinn. Bókasafnið er kjörinn staður fyrir samverustundir foreldra, ömmur, afa og börn þeirra.
Hentar þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi.
Til baka
English
Hafðu samband