Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kazuo Ishiguro er handhafi Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum 2017

02.10.2017
Kazuo Ishiguro er handhafi Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum 2017

Kazuo Ishiguro er handhafi Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum árið 2017  

Ishiguro er fæddur 8. nóvember 1954 í Japan. Hans fyrsta bók kom út 1982, skáldsagan A Pale View of Hills, sem gerist á eftirstríðsárunum í Nagasaki, fæðingarbæ hans. Bækur Ishiguro eiga það sammerkt að fjalla um, með einum eða öðrum hætti, minni, tíma og sjálfsblekkingu. Þrjár kvikmyndir hafa verið gerðar eftir bókum hans, The Remains of the Day, frá 1993, The White Countess, frá 2005 og Never Let Me Go, frá 2010.
Fimm bækur Ishiguro hafa verið þýddar á íslensku.

Slepptu mér aldrei
Veröld okkar vandalausra
Óhuggandi
Í heimi hvikuls ljóss
Dreggjar dagsins

Til baka
English
Hafðu samband