Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Louise le Rouxm, listamaður októbermánaðar í bókasafninu Garðatorgi, tekur á móti gestum 11. okt. frá kl. 17:00

03.10.2017
Louise le Rouxm, listamaður októbermánaðar í bókasafninu Garðatorgi, tekur á móti gestum 11. okt. frá kl. 17:00Louise le Roux er listamaður októbermánaðar í bókasafninu Garðatorgi
Louise le Roux er listamaður mánaðarins á Bókasafni Garðabæjar í október. Hún verður með móttöku á bókasafninu miðvikudaginn 11. október kl. 17. Það var búið að auglýsa áður mótttökuna fimmtudaginn 12. október. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar. Allir velkomnir. Sýningin stendur yfir allan októbermánuð.
Frumumyndun í fljótandi litum
Valdar myndir úr sýningu hennar, Morphogenesis (eða Frumumyndun) sem er nýlokið í Art 67 gallerí verða til sýnis ásamt nýjum myndum úr myndaröðinni. Myndirnar eru ýmist unnar á striga eða pappír með tækni þar sem fljótandi akrýllitum er blandað saman og komið fyrir á myndfletinum með ýmsum aðferðum. Þegar litarefnin og mismunandi íblöndunarefni blandast saman eiga sér stað efnahvörf sem í rauninni búa til myndina. Myndina þarf þess vegna að vinna á meðan litirnir eru blautir og ennþá fljótandi.
Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni Grósku, samtaka myndlistarmanna í Garðabæ, og Bókasafns Garðabæjar.
Louise er varaformaður Grósku, samtökum myndlistarmanna í Garðabæ og starfar við rannsóknir í Íslenskri Erfðagreiningu. Hún hefur lokið ýmsum námskeiðum í myndlist við Myndlistaskóla Kópavogs og Tækniskólanum, en er auk þess með Masterspróf í líffræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og hefur nýlega haldið sína fyrstu einkasýningu í galleríinu Art 67.

Til baka
English
Hafðu samband