Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrekkjavökusmiðja laugardaginn 28. okt. kl. 11-14 og ungbarnanudd 26. okt. kl. 10.

16.10.2017
Hrekkjavökusmiðja laugardaginn 28. okt. kl. 11-14 og ungbarnanudd 26. okt. kl. 10.Hrekkjavökusmiðja verður að venju í bókasafninu Garðatorgi 7 laugardaginn 28. október á milli kl. 11 og 14

Í smiðjunni gefst þátttakendum kostur á að skera út grasker og búa til eigin graskerslukt. Það þarf að taka með sér grasker og beittan hníf. Einnig er nauðsynlegt að hafa góða skeið til að skafa innan úr og ílát undir graskersmaukið. Frekari upplýsingar eru á bókasafninu Garðatorgi. Gott að tilkynna þátttöku á netfangið bokasafn@gardabaer.is eða í síma 525 8550 til að tryggja sér pláss. Vonumst til að sjá sem flesta.

Undirstöðuatriði ungbarnanudds í bókasafninu Garðatorgi 7 fimmtudaginn 26. október klukkan 10

Hrönn Guðjónsdóttir kennari í ungbarnanuddi (ungbarnanudd.is) kynnir ungbarnanudd og fræðir um kosti þess í Bókasafni Garðabæjar.
Ungbarnanudd er gæðastund foreldris og barns og hefur góð áhrif á barnið. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ungbarnanuddi sýna að börn sem eru nudduð reglulega þyngjast og þroskast mun fyrr en þau sem ekki eru nudduð. Nuddið getur meðal annars bætt svefn, aukið öryggistilfinningu, dregið úr magakrampa og styrkt ónæmiskerfið.
Til baka
English
Hafðu samband