Hátíð í bókasafni, Haraldur Gíslason les og Kór Hofsstaðaskóla syngur
06.11.2017
Dagur íslenskrar tungu, 16.nóvember, verður haldinn hátíðlegur í Bókasafni Garðabæjar
16. nóvember kl. 16:30 heimsækir kór Hofsstaðaskóla bókasafnið á Garðatorgi og syngur fyrir gesti. Kl. 17 les Haraldur F. Gíslason upp úr Bieber og Botnrassa. Allir velkomnir.
Kór Hofsstaðaskóla undir stjórn Unnar Þorgeirsdóttur mun syngja nokkur ljúf lög fyrir gesti og gangandi kl.16:30.Kl. 17:00 les Haraldur Freyr Gíslason (Halli í Botnleðju, Halli í Pollapönk) upp úr nýrri barna- og unglingabók sinni Bieber og Botnrassa. Hann mun árita póstkort fyrir þá sem vilja.
Verið velkomin.