Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ævintýrið um Augastein laugardaginn 2. desember klukkan 14:30

30.11.2017
Ævintýrið um Augastein laugardaginn 2. desember klukkan 14:30Leikhópurinn á Senunni sýnir farandútgáfu af dásamlega fallegu barna- og fjölskyldusýningunni Ævintýrið um Augastein í salnum á annari hæð bókasafnsins. Leikritið er jólaævintýri fyrir börn á aldrinum 2ja-12 ára og tekur um 40 mínútur í flutningi. Einn leikari, 14 brúður og Grýla. Verkið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða, sem áttu það til að hrella fólk um jólaleytið. En í ævintýri leikhópsins er það drengurinn Augasteinn sem allt snýst um. Hann lendir fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna hrekkjóttu, sem vilja ólmir taka hann að sér, en þegar Grýla kemst á snoðir um tilvist hans æsist leikurinn. Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð? Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Til baka
English
Hafðu samband