Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laufey Jensdóttir sýnir verk sín í desember á Bókasafni Garðabæjar

02.12.2017
Laufey Jensdóttir sýnir verk sín í desember á Bókasafni Garðabæjar Laufey Jensdóttir sýnir verk sín í desember á Bókasafni Garðabæjar – móttaka 7. desember klukkan 17 til 19
Laufey Jensdóttir útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og ári síðar með kennsluréttindi frá sama skóla. Hugsjón hennar í listsköpun er að nýta frelsið sem felst í því að vinna með ólíka listmiðla og með því skapa spennu fyrir sig sjálfa og áhorfandann. Því einkennast verk hennar af fjölbreytileika og gjarnan togstreitu á milli miðlanna.
Laufey er hugmyndasmiðurinn að baki Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, og er einn af stofnendum þess. Nú situr hún í stjórn félagsins sem formaður. Hún var útnefnd bæjarlistarmaður Garðabæjar árið 2009 fyrir framlag sitt til lista og þá sérstaklega innan bæjarins en hún hafði þá komið á fót Jónsmessugleði sem bæjarbúar ættu að þekkja. Hátíðin verður haldin í tíunda sinn í júní á næsta ári. Laufey hefur unnið að vitundarvakningu á sviði myndlistar í bænum. Hingað til hefur hún unnið mikið verk en hennar næsti draumur er að listasafn Garðabæjar verði að veruleika í náinni framtíð.
Laufey er listamaður desembermánaðar hjá Bókasafni Garðabæjar. Síðustu ár hefur hún unnið mikið með fugla í verkum sínum. Nýjustu verk hennar eru litríkir, handmótaðir fuglar úr steinleir. Þar leikur hún sér að andstæðum geometrískra forma og mjúkum línum náttúrunnar. Fuglarnir verða til sýnis á bókasafninu ásamt fjölbreyttu skrauti úr postulíni sem passar vel í jólapakka. Laufey verður með móttöku á sýningunni fimmtudaginn 7. desember milli kl.17 - 19. Léttar veitingar í boði og tækifæri til að spjalla við listamanninn um verkin sem verða til sýnis.
Laufey rekur einnig vinnustofu á Garðatorgi 1 og verður hún með jólakvöldopnun miðvikudagskvöldið 13. desember frá kl. 17 - 22. Þeir sem eru áhugasamir um að koma í heimsókn utan þess tíma geta haft samband í síma 694-6528 eða gegnum fb.me/laufeyjensdottirart og laufeyjensdottir@gmail.com.
Þá er hægt að fylgjast með listsköpunn hennar á Instagram - laufeyjensdottirart

Til baka
English
Hafðu samband