Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vetrarfrí í skólum - dagskrá á bókasafni vikuna 19. til 23. febrúar

13.02.2018
Vetrarfrí í skólum - dagskrá á bókasafni vikuna 19. til 23. febrúar

VERIÐ VELKOMIN Á BÓKASAFN GARÐABÆJAR Í VETRARFRÍI SKÓLANNA

Við bjóðum upp á slakandi dagskrá í vetrarfríinu dagana 19. febrúar til 23. febrúar. Bókasafnsbíóið verður á sínum stað og bjóðum við upp á bíónasl. Við fáum kennara til okkar í föndursmiðju. Dagskrá hefst alla dag klukkan 10.
Við erum með fullt hús bóka og er hægt að skoða bækur, teiknimyndasögur,
lita myndir, leysa þrautir, krossgátur og ratleiki, spila, tefla og púsla allan daginn í Bókasafni Garðabæjar Garðatorgi 7 sem er opið kl. 9-19 virka daga og kl. 11-15 á laugardögum. Álftanessafn er opið mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga kl. 16-19, miðvikudaga kl. 16-21 og föstudaga kl. 16-18.

Dagskrá í vetrarfríi:

Mánudagur 19.febrúar: Bíó kl.10 Kafteinn ofurbrók, fyrsta stórmyndin
Þriðjudagur 20.febrúar: Föndursmiðja kl.10 Ilva Krama kennir mandala föndur
Miðvikudagur 21.febrúar: Bíó kl.10 Strumparnir og gleymda þorpið
Fimmtudagur 22.febrúar: Föndursmiðja kl.10 Origami bókamerki og perlur
Föstudagur 23.febrúar: Bíó kl.10 Aulinn ég 3

Verið velkomin!

Til baka
English
Hafðu samband