Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spilavinir, Hugarfrelsi, lesið fyrir hund, konan sem át fíl og Ragga nagli

28.02.2018
Spilavinir, Hugarfrelsi, lesið fyrir hund, konan sem át fíl og Ragga nagli

Spilað með Spilavinum í Bókasafni Garðabæjar Garðatorgi 7, laugardaginn 17.mars kl.12-14.

Spilavinir mæta með fullt af alls konar spilum fyrir alla fjölskylduna og kenna og leiðbeina eftir þörfum. Verið velkomin í skemmtilega fjölskyldustund.

Konan sem át fíl og grenntist samt þriðjudaginn 20. mars klukkan 17:30 - allir velkomnir

Margrét Guðmundsdóttir málfræðingur léttist eftir fimmtán ára baráttu eftir að hafa kynnt sér vísindagreinar um lágkolvetnafæði. Hún ákvað að deila reynslu sinni og skrifaði bók um vegferðina alla. Bókakynning þriðjudaginn 20. mars klukkan 17:30. Allir velkomnir.

Foreldraspjall fimmtudaginn 22.mars klukkan 10:30. Hugarfrelsi – árangursríkar uppeldisaðferðir

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi kynna einfaldar og gagnlegar aðferðir sem foreldrar geta nýtt með börnum sínum til að auka vellíðan, hamingju og gleði. Aðferðirnar hafa reynst börnum og unglingum vel til að koma auga á styrkleika sína, efla sjálfsmyndina og jákvæða hugsun. Aðferðirnar hjálpa þeim sem eiga erfitt með einbeitingu, svefn, eru kvíðin og óörugg.
Fyrirlesturinn er byggður á bókum Hugarfrelsis. Á fyrirlestrinum eru kynntar aðferðir Hugarfrelsis sem nýtast foreldrum í uppeldinu til að efla barnið sitt á margvíslegan máta með sjálfsstyrkingu, öndun, slökun og hugleiðslu svo það megi blómstra sem einstaklingur. Einnig hjálpa aðferðirnar til að fjölga gæðastundum og auka kyrrð og ró fjölskyldunnar.
Ef þú vilt efla þig sem foreldri og læra einfaldar aðferðir sem þú getur nýtt í uppeldinu þá er þessi fyrirlestur tilvalinn fyrir þig!
Foreldrar ungra barna og aðrir áhugasamir hjartanlega velkomnir.

Mánudaginn 23.apríl klukkan 19:30 kemur Ragga nagli.

Er mánudagur til mæðu hjá þér? Hresstu þig við og komdu á áhugaverðan fyrirlestur hjá Röggu nagla. Komdu á uppörvandi og áhugaverðan fyrirlestur hjá Röggu nagla og hresstu þig við.

Laugardaginn 28.apríl á milli klukkan 11:30 og 12:30 mega krakkar lesa fyrir hund á bókasafninu

Bókasafn Garðabæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi býður krökkum að heimsækja safnið og lesa fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á upplestur. Allir krakkar og forráðamenn velkomnir. Mega koma með eigin bók. Geta líkið fundið bók í safninu. Skráning er í netfangið bokasafn@gardabaer.is. Takmarkaður fjöldi kemst að.
Til baka
English
Hafðu samband