Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Konan sem át fíl og grenntist (samt) - erindi þriðjudaginn 20.mars klukkan 17:30

17.03.2018
Konan sem át fíl og grenntist (samt) - erindi þriðjudaginn 20.mars klukkan 17:30Margrét Guðmundsdóttir málfræðingur er höfundur bókarinnar
Konan sem át fíl og grenntist (samt). Líkt og svo ótalmargir hafði Margrét reynt árum saman að léttast. Aðferðin fólst í því að reyna að borða hollan mat og vera sífellt svöng. Árangurinn lét á sér standa. Allt breyttist þegar hún las um lágkolvetnafæði og komst að því að baráttan við kílóin snerist um hormón, fremur en hitaeiningar. Þá var eins og hún settist við stýrið í eigin líkama.
Með þennan skilning að vopni náði hún árangri. Það hafði þá aldrei vantað viljastyrk – heldur mataræði sem hentaði líkamanum.
Aðgangur ókeypis, heitt á könnunni - Verið velkomin
Til baka
English
Hafðu samband