Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birgir Rafn Friðriksson – B R F er listamaður marsmánaðar í Bókasafni Garðabæjar

18.03.2018
Birgir Rafn Friðriksson – B R F er listamaður marsmánaðar í Bókasafni GarðabæjarBirgir Rafn Friðriksson – B R F er listamaður marsmánaðar í Bókasafni Garðabæjar
Listamaður marsmánaðar í Bókasafni Garðabæjar er í samstarfi við Grósku. Birgir Rafn Friðriksson – B R F er listamaður marsmánaðar. Allir velkomnir á sýninguna sem mun standa út mánuðinn.

B R F
B R F Borinn og barnfæddur á Akureyri í júlí 1973. Eftir stúdentspróf frá MA 1993 dvaldi hann í Suður Frakklandi 1995 til að læra myndlist og frönsku. Veturinn 1995-6 lauk B R F sjö myndlistarnámskeiðum í Myndlistarskólanum á Akureyri og hóf fullt nám þar veturinn 1996-7. 1999 hlaut B R F skiptinemastyrk til að nema myndlist í Lahti í Finnlandi í 6 mánuði. Eftir útskrift af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2001 fluttist hann til Reykjavíkur. Rak vinnustofuna og galleríið Teits Gallerí í Engihjalla í Kópavogi frá 2002-4. Hóf nám haustið 2005 í heimspeki, listasögu og fagurfræði við Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku og útskrifaðist þaðan 2009. 2011 lauk hann kennsluréttindanámi á grunn- og framhaldsskólastigi frá LHÍ.

Frá 2009 hefur B R F kennt við Myndlistaskóla Kópavogs, námskeið bæði fyrir börn og fullorðna í myndlist. Situr í stjórn Myndlistaskóla Kópavogs. 2010 tók hann þátt í að stofna Grósku, samtök myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist í Garðabæ og var hann formaður samtakanna fyrstu tvö árin. B R F hefur verið meðlimur í SÍM (Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna) frá 2009. Í gegnum árin hefur hann starfað við ýmislegt víða um landið sem og í útlöndum, bæði tengt myndlist og - ekki síður mikilvægt- margt sem hefur lítið með myndlist að gera. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri eða í sýningarstjórn á mörgum sýningum, veitt aðstoð og ráðgjöf um uppsetningar stærri og smærri myndlistarsýninga.

B R F hefur haldið þó nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í gegnum árin. Vinnustofan B R F er á Garðatorgi í Garðabæ, þar sem hún hefur verið síðan 2010.
Til baka
English
Hafðu samband