Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar á bókasafninu Garðatorgi 7 – hátíð laugardaginn 21. apríl

13.04.2018
Listadagar á bókasafninu Garðatorgi 7 – hátíð  laugardaginn 21. aprílAnnað hvert ár eru listadagar barna og ungmenna í Garðabænum. Stofnanir bæjarins, bæjarbúar og fyrirtæki halda þessa daga hátíðlega í Garðabænum. Laugardaginn 21. apríl mun Ilva Krama listakona leiðbeina börnum við að kríta listaverk á Garðatorg 7 fyrir utan Bókasafn Garðabæjar, í tilefni af listadögum barna- og ungmenna. Þar viljum við fá sem flesta til að taka þátt og búa til flott krítarverk á torgið. Einnig mun Ilva bjóða uppá andlitsmálun. Það verður tónlist og fjör á torginu.
Katrín Matthíasdóttir og Pálmi Ragnar Pétursson munu lesa söguna um litla Dag, sýna myndskreytingar úr bókinni og bjóða áhugasömum börnum að teikna undir leiðsögn.
Ævintýrið um litla Dag er skemmtileg saga fyrir unga sem aldna. Litli Dagur býr ásamt foreldrum sínum þar sem allir dagar búa áður en þeir kvikna og koma til jarðarinnar. Þegar nóttin skellur á snúa dagarnir aftur til síns heima.
Nokkrir úr 4. bekk grunnskóla og næstelsta árgangi leikskólanna koma í vinnustofu um uppfinningamanninn/konuna, vinna sögu og búa til bók í tilefni af listadögum. Þessi vinnustofa fer fram á bókasafninu Garðatorgi og Hönnunarsafni Íslands. Bækur verða til sýnis á meðan listadögum stendur dagana 19. apríl til 29. apríl (bókasafnið er lokað á Sumardaginn fyrsta). Eins mun deild frá leikskólanum Bæjarbóli sýna listaverk sín á bókasafninu og syngja fyrir gesti og gangandi kl.10:15 mánudaginn 23. apríl.
Til baka
English
Hafðu samband