Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

FINNST ÞÉR GAMAN AÐ BÚA TIL SÖGUR?

07.05.2018
FINNST ÞÉR GAMAN AÐ BÚA TIL SÖGUR?

Skapandi skrif er ritsmiðja fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára.


FINNST ÞÉR GAMAN AÐ BÚA TIL SÖGUR?
Ritsmiðja - skapandi skrif fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára

Bókasafn Garðabæjar býður ókeypis sumarnámskeið í skapandi skrifum dagana 11. - 15. júní kl. 10-12. Krakkarnir geta mætt um leið og bókasafnið opnar kl. 9.
Allir eru velkomnir, sama hvar þeir eru staddir í ritfærni.

Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður leiðbeinir börnunum við sögugerð og myndskreytingar. Föstudaginn 15. júní er aðstandendum boðið að koma og sjá afrakstur vinnunnar.

Skráning fer fram í síma 525 8550 eða með tölvupósti í bokasafn@gardabaer.is fyrir 5.júní. Við þurfum nafn krakkans, aldur, símanúmer, nafn og netfang forráðamanns.
Til baka
English
Hafðu samband