Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skráningarhátíð sumarlesturs á Garðatorgi laugardaginn 26.maí

11.05.2018
Skráningarhátíð sumarlesturs á Garðatorgi laugardaginn 26.maí

Ævar vísindamaður og Dr.Bæk – Lesum saman í sumar

Við höldum daginn hátíðlegan þegar skráning í sumarlestur hefst laugardaginn 26.maí. Klukkan 13 fáum við Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamann) til að lesa upp úr bók sem er ekki enn komin út. Dr. Bæk ætlar að vera á bókasafnstorginu á milli kl. 12 og 14 og fara yfir hjól gesta og gangandi.
Það er mikilvægt að æfa lestur alla æfi. Að vera góður í lestri skiptir sköpun í lífi fólks. Því er að miklu að vinna og hvetjum við alla sem koma að uppeldi grunnskólakrakka að koma á Bókasafnið í Garðabæ og skrá þau í sumarlestur og njóta laugardagsins 26. maí með okkur.

Fyrir hverja er sumarlestur

Sumarlestur er fyrir öll börn á grunnskólaaldri eða 5 -16 ára og ekki síst þau sem eru að læra að lesa. Sumarlestur hefur það að markmiði að hvetja til lesturs í sumarfríi skólanna og þannig viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn.
Lestur eflir málþroska, bætir orðaforða, eykur þekkingu, auðveldar nám og örvar ímyndunaraflið.

Hvernig tökum við þátt í sumarlestri?


Við hefjum skráningu í sumarlestur á Bókasafni Garðabæjar með trukki laugardaginn 26. maí á Garðatorgi. Einungis að koma í heimsókn á bókasafnið og skráið krakkann til leiks. Krakkar sem hafa aldur geta að sjálfsögðu komið án fylgdar fullorðinna. Það er hægt að skrá sig í allt sumar. Aldrei of seint að byrja fyrr en á lokadegi.
Þegar börnin skrá sig til þátttöku fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sumar ásamt blaðsíðufjölda og fá límmiða við hverja komu á bókasafnið. Þegar þau hafa lesið bók mega þau skrifa umsögn og setja í lukkukassa sem er í bókasafninu. Við drögum heppinn lestrarhest í hverri viku og fær sá eða sú bók í verðlaun. Uppskeruhátíð verður haldin 1. september kl. 12:00 og þá fá allir virkir þátttakendur glaðning og lestrarárangrinum verður fagnað með skemmtiatriðum og góðgæti.
Lestrarhestur vikunnar verður dreginn út í sumar á föstudögum kl. 12 og hefst 15.júní.
Til baka
English
Hafðu samband