Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrafnhildur Gísladóttir er listamaður júnímánaðar í Bókasafni Garðabæjar. Komið við á sýningu, allir velkomnir.

11.06.2018
Hrafnhildur Gísladóttir er listamaður júnímánaðar í Bókasafni Garðabæjar. Komið við á sýningu, allir velkomnir.

Hrafnhildur Gísladóttir er listamaður júnímánaðar í Bókasafni Garðabæjar. Komið við á sýningu, allir velkomnir.


Hrafnhildur Gísladóttir er listamaður júnímánaðar í Bókasafni Garðabæjar Garðatorgi. Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni Grósku og bókasafnsins. Sýningin mun standa út júní og eru allir velkomnir á bókasafnið að sjá verkin.
Hrafnhildur er búin að stunda málaralist af miklu kappi. Hún sótti nokkur myndlistarnámskeið í Handíða- og myndlistaskólanum og Myndlistaskóla Reykjavíkur og hefur einnig sótt málaranámskeið hjá Soffíu Sæmundsdóttir, Þorgrími Andra Einarssyni, Víði "Myrman" Þrastarsyni og Þuríði Sigurðardóttur. Hún lærði töluvert af föður sínum listmálaranum Gísla Sigurðssyni.
Hrafnhildur er einnig útstillingahönnuður frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og er með tækniteiknarapróf frá Iðnskólanum í Reykjavík. Vinnustofa Hrafnhildar er í Engihjalla 17.
Hrafnhildur hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og tekið þátt í samsýningum í Grósku þar sem hún er félagi.
Til baka
English
Hafðu samband